02.12.1933
Efri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í D-deild Alþingistíðinda. (1298)

63. mál, áveitur

Pétur Magnússon:

Ég gæti fallið frá orðinu, því að hv. 3. þm. Reykv. hefir að mestu tekið fram það, sem ég ætlaði að segja.

Ég endurtek það, að í till. felst ekki annað að mínu áliti en það, að stj. á að lúta athuga þessi þrennskonar málefni, sem till. er um. Í fyrsta lagi, að stj. láti undirbúa og leggja fyrir næsta þing frv. til 1. um viðhald og eftirlit hinna stærri áveitufyrirtækja. Í öðru lagi, að stj. láti athuga og, ef ástæða þykir til, leggja fyrir næsta þing lagafrv. um samræmingu á stofnkostnaðargreiðslum þeirra, sem að áveitunum búa. Og í þriðja lagi, að ríkisstj. láti kunnáttumenn athuga, hvort ekki sé nauðsynlegt að stofna tilraunastöð á áveitusvæðinu.

Af því að ég legg þann skilning í till., að í henni felist ekkert annað en þetta og engin heimild til stj. til fjárveitinga, þá legg ég ekki áherzlu á, að hún fari til n. Þingið bindur sig á engan hátt með samþykkt þessari till., og sé ég því enga áhættu við að láta hana ná fram að ganga.