29.11.1933
Sameinað þing: 6. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í D-deild Alþingistíðinda. (1403)

57. mál, varalögregla

Jóhann Jósefsson:

Það er víst ekki neinstaðar deilt um það, þar sem í alvöru er talað um stjórnmál, að fyrsta skylda hvers þjóðfélags er að geta varið borgarana og haldið uppi friði og reglu í sínu eigin landi, og það er þetta, sem ríkisstj. gerði eftir atburðina 9. nóv. í fyrra með þeirri ráðstöfun að auka lögregluliðið í bænum, svo óeirðarmennirnir fengu ekki neinu komið við. Þessi ráðstöfun mæltist þá almennt vel fyrir hjá öllum, nema vitaskuld heim mönnum, sem fyrir óeirðunum stóðu og eru áfram reiðubúnir til þess að nota sér varnarleysi þessa bæjar og annara staða á landinu til þess að koma fram því með ofbeldi, sem ekki er leyft með lögum.

Hv. 2. þm. Reykv. leikur hér þann skrípaleik hvað eftir annað á þingi að ráðast á hæstv. ríkisstj. fyrir að hafa stofnað hina svokölluðu varalögreglu í fyrra, og fyrir það fé, sem til hennar hefir verið varið, þrátt fyrir það, þótt allur þingheimur og allir landsmenn viti, að þessi hv. þm. á persónulega sinn stóra þátt í því, að nokkurntíma þurfti að koma til þessarar ráðstöfunar. Slík óskammfeilni í opinberu máli er of mikil til þess, að menn geti hvað eftir annað hlustað á þennan mann breiða sig út yfir þetta málefni án þess að á þetta sé bent.

Hv. 4. landsk. kvað hafa játið velþóknun sína í ljós á sínum tíma yfir því, að stj. gerði þessa ráðstöfun. Hann sa, að það dugði ekki að láta þá, sem vilja fara með ofbeldi í landinu, vaða uppi með það áframhaldandi, og hann veit, að það er betra að koma í veg fyrir sjúkdóminn heldur en að laekna hann, og með stofnun þessarar varalögreglu var komið í veg fyrir, að óeirðirnar, endurtækju sig. Nú er svo að sjá, að hann vilji taka undir með hv. 2. þm. Reykv. um árasir á stj., fyrir það, sem hún hefir gert í þessu máli, og fyrir fjáreyðslu því viðkomandi.

Það mætti vel skilja þessa framkomu hv. 4. landsk. þann veg, að hjá honum sé nú efstur andi sósíalistans og verkfallamannsins, sem hjá honum var ríkjandi árið 1916, og ef til vill hefir verið ríkastur í hans eðli alla tíð. „Blóð er þykkara en vatn“, segir enska máltækið, og ég held, að það sannist á hv. 4. landsk. Þegar á reynir, skipar hann sér í flokk þeirra sócíalistanna og til andstöðu. Nú mega þessir menn, sérstaklega hv. 2. þm. Reykv., gæta þess, eins og hæstv. dómsmrh. hefir tekið fram, að mestur hluti þessa kostnaðar hefir orðið til á þann veg, að þeir menn, sem í varalögreglunni eru, hafa verið ofsóttir og fyrir tilverknað hv. 2. þm. Reykv. verið bægt frá vinnu. Hæstv. dómsmrh. minntist á dæmi um það, en ég heyrði hann ekki minnast á það dæmi, sem kannske er einna átakanlegast, og það er það, þegar einum verkamanni við síldarvinnu var bægt frá vinnu í sumar, af því að hann einhverntíma hafði verið í varalögreglu. ég veit til þess, að víða um land hneykslast menn á því, að ríkisstj. skyldi beygja sig fyrir því ofbeldi, sem haft var í frammi gagnvart þessum saklausa borgara þjóðfélagsins.

Þegar menn hér á Alþ. tala um þörf eða ekki þörf fyrir varalögreglu, takmarka þeir sig mest við afstöðu þessa bæjar, enda mun það vera svo, að hér gæti mest allra hluta, góðra og vondra, í þjóðfélagi voru, og þá líka óeirða. Þeir þm., sem talað hafa úr flokki sócíalista — þar með tel ég hv. 1. þm. S.-M. — vilja játa okkur úti á landsbyggðinni eiga okkur, hvernig sem á bjátar, og skal ég ekki harma það eins og nú standa sakir með stjórn landsins. Hv. 2. þm. Reykv. hefir svo fjarskalega vel vísað veginn í því efni á undanförnum vetrum, og það er vitanlegt, að hans kjörorð í landsmálum er nú það, sem hann kallar að stjórna „án löggjafar“, og hann ætlar þá sennilega þeim, sem úti á landsbyggðjnni eru, að standa á móti óróaseggjunum „án löggjafar“. Þetta getur komið fyrir, en ég vil þá spyrja: Álítur löggjafarsamkoma þjóðarinnar heppilegt að stilla svo til, að menn verði að hópa sig saman skipulagslaust til þess að hrinda af höndum sér óeirðarseggjunum, eins og komið hefir fyrir á sumum stöðum landsins, sem hægt væri að nefna, heldur en að nota þau lög, sem í gildi eru, og gera löglegar ráðstafanir til varnar uppivöðslu og yfirgangi?

En þegar maður hlustar á allar þessar ræður sócíalista, þá getur maður ekki varizt því að sjá og skilja, að hér er verið að leika sama skrípaleikinn og var á ferðinni hér á dögunum undir forustu þessara sömu þm., þegar þeir komu með vantraust á stjórn, sem flokksblöð þeirra sjálfra voru búin að lýsa yfir, að væri farin frá. Hér er búið að halda langar ræður á móti varalögreglu, sem vitanlegt er, að á að afnema um nýárið. Það er einskonar skrautsýning, sem sócíalistar hér á Alþ. eru að „færa upp“, sennilega til þess að breiða yfir þann mikla pólitíska ósigur, sem þeir hafa beðið á þinginu. Allt valdabrask er búið, þeir eru orðnir berir að fíflskap, einasta erindi þeirra á þetta þing hefir verið að na tökum á stjórn landsins. Svo er verið til málamynda að flytja vantraust og skamma ríkislögregluna, til að Ieiða athygli þjóðarinnar frá hinu verulega — því að allt þeirra samningamakk, sem er búið að tefja þingið og kosta landið stórfé, er orðið að engu.

Hv. 2. þm. Reykv. var að tala um óeirðarmenn og nefndi þar til kommúnista og nazista. Ef hann á við, þegar hann talar um nazista, þá menn, sem hér standa að þeim flokki, sem kallar sig þjóðernishreyfingu, þá er rangt að bendla þá við óeirðir, því að ég veit ekki til, að þeir hafi nokkurstaðar staðið fyrir óeirðum. En það er hv. 2. þm. Reykv. sjálfur, sem sannanlega hefir staðið fyrir óeirðum í þessum bæ. Hann er því í glerhúsi, og því mjög þunnu, þegar hann er að tala um óeirðarseggi.

Mér virðist þess vegna, þegar öllu er á botninn hvolft, að við hefðum mátt spara hingheimi þennan fund, og það virðist ekki hafa verið til hans stofnað til þess að ná einhverjum arangri, enda er sýnilegt, að hann verður enginn. En hitt fær hv. 2. þm. Reykv. Alþ. mjög seint til þess að samþ. með sér, að það sé betra að stjórna „án laga“, eins og hann vill hafa það, heldur en með lögum. Ég geri ráð fyrir, að Alþ. muni í lengstu lög hallast að því að halda uppi friði í landinu með lögum, en ekki án laga.