02.12.1933
Sameinað þing: 7. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í D-deild Alþingistíðinda. (1407)

57. mál, varalögregla

Ingvar Pálmason [óyfirl.]:

Ég hafði kvatt mér hljóðs nokkru áður en umr. var frestað á síðasta fundi. Eftir að ég kvaddi mér hljóðs tóku nokkrir af þm. til máls, og í ræðum þeirra kom fram ýmislegt af því, sem ég vildi segja. Ég get því sparað mér ómakið að svo miklu leyti, sem þegar er komið fram í þeirra ræðum það, sem ég ætlaði að segja.

Ég ætla fyrst að víkja örfáum orðum að ræðu hæstv. dómsmrh. Hann talaði um, að frásaga hv. 4. landsk. hefði verið býsna lituð að því er snerti meðferð þessa máls á þinginu í fyrra. Ég veit ekki betur en að frásögn hv. 4. landsk. um gang málsins í hv. Ed. hafi verið rétt. Ég vildi láta þetta koma fram, af því að ég var nokkuð við málið riðinn í d. og tel ekki rétt að láta því ómótmælt, að þessi frásögn hafi að nokkru leyti verið röng. En hitt var, a. m. k. að nokkru leyti, rétt hjá hæstv. dómsmrh., að samkomulag var um afgreiðslu þessa máls á síðasta þingi. Ég get a. m. k. lýst því yfir að því er snertir mig og hæstv. dómsmrh., að það er rétt. En hinsvegar er það vitanlegt, að það voru a. m. k. í hv. Ed. þm., sem aldrei voru í neinu samkomulagi um afgreiðslu þessa máls. Þess vegna er ekki óeðlilegt, þó að nú, þegar þetta mál er hér til umr. aftur á þingi, komi fram dálítið misjafnar skoðanir hjá mönnum, hvernig beri að skilja þessi lög og framkvæma þau.

Það kom að nokkru leyti fram hjá hv. þm. G.-K., en sérstaklega hjá 1. landsk., að í lögunum væri ráðh. heimilað að setja upp ríkislögreglu, ef honum þætti þess þörf, þó að ekki væri fullnægt skilyrðunum, sem um getur í 1. gr. laganna. Þetta kom að vísu ekki beinlínis fram hjá hv. þm. G.-K., en hann sagði, að ekki væri hægt að banna ráðh. að setja upp varalögreglu. Þetta er rétt út af fyrir sig. Það er ekki hægt að banna það, ef fullnægt er þeim skilyrðum, sem lögin setja, og þá er meiningarlaust að koma með þáltill., sem bannar stj. að framkvæma lögin, en það er alveg víst, að lögin gera ráð fyrir því, að uppfyllt séu ýms skilyrði áður en ráðh. er þetta heimilt, þó að hann áliti þess þörf að stofna ríkislögreglu.

Ég vil benda á, að undir umr. um þetta mál í hv. Ed. í fyrra kom það greinilega fram hjá frsm. meiri hl. fjhn., að þær breyt., sem gerðar voru á frv. þar í d., væru settar til þess að tryggja það, að viðkomandi bæjarfélag gætti skyldu sinnar áður en til þess kæmi, að ríkið setti upp þessa svo kölluðu varalögreglu. Þetta var tekið fram í framsögu málsins, og hæstv. dómsmrh. tók vel undir þetta og sagði, að það væri alls ekki tilætlunin, að á stofn yrði sett þessi varalögregla fyrr en viðkomandi bæjarfélag væri búið að gera skyldu sína að því er snerti skipun fastrar lögreglu. Um þetta segir hæstv. dómsmrh. í umr. frá síðasta þingi, með leyfi hæstv. forseta:

„Ég geri mér beztu vonir um, að hægt sé að ná samkomulagi um þetta mál, því mér virðist ekki mikið bera á milli, og ég tel það eiginlega gefið, eftir ummælum hv. frsm. meiri hl.“. Svo víkur hæstv. dómsmrh. að því, hvort lögreglan eigi heldur að vera ríkislögregla eða bæjarlögregla: „En það var viðvíkjandi því, hvort lögreglan ætti heldur að vera ríkislögregla eða bæjarlögregla, og hv. frsm. segir, að ekki sé meining í því að ríkið setji upp lögreglu í bæina, því að þá geti verið, að þeir geri ekki skyldu sína í þeim efnum, ef þeir eiga víst að geta fengið ríkislögreglu. Það er mikið rétt í þessu. En ég helt, að það þyrfti ekki að gera ráð fyrir því, að nein stj. geti verið svo heimsk, að hún færi að setja upp ríkislögreglu áður en hún teldi, að bærinn væri búinn að inna af hendi sína skyldu“. Að þessu leyti er það rétt hjá hæstv. dómsmrh., að þeim bar ekki mikið á milli frsm. meiri hl. og honum í þessu efni. Og það virðist svo, að þeir skilji þau ákvæði laganna á einn veg, þannig: að til þess, að heimilt sé að setja upp varalögreglu, þá verði bæirnir að vera búnir að uppfylla skilyrði 1. gr. frv., og þá fyrst kemur til athugunar sú heimild, sem ráðh. er gefin í 6. gr. frv., að ef hann álítur þess þörf, þá er honum heimilt að setja upp varalögreglu.

Ég vildi láta þetta koma fram, sérstaklega vegna þess, að hv. 1. landsk. lét svo um mælt í ræðu sinni á síðasta fundi í Sþ., að hann teldi, að ráðh. væri heimilt að setja á stofn varalögreglu, ef hann áliti þess þörf, þó að fastalögregla Rvíkur væri ekki nema 48 manns.

Ég held, að það hafi nokkra þýðingu, þar sem ekki er lengra liðið en þetta, að það komi skýrt fram, hvernig þeir, sem um frv. fjölluðu í fyrra, hafa skilið ákvæði þess, og ég hefi fyllstu ástæðu til að halda, eftir því sem fram kom á síðasta fundi hjá hæstv. dómsmrh., að hann skilji lögin á þennan hátt, því að ég hygg, að hann hafi haft þau ummæli, að það yrði gaumgæfilega athugað af dómsmrh. áður en samþ. yrði sú uppástunga, sem bæjarstj. Rvíkur hefir gert um varalögregluna. En þetta er auðvitað mikið atriði, því að eins og ég benti á, þá var það aðaiatriðið, sem réði úrslitum um þessa löggjöf á síðasta þingi, að tryggja það, að viðkomandi bæjarfélag væri búið að inna af hendi sína skyldu í þessu máli áður en tekið yrði til þess, að dómsmrh. fyrirskipaði varalögreglu.

Ég hefi þá skýrt þetta mál að nokkru og vænti þess fyllilega, að hæstv. dómsmrh. viðurkenni, að ég hafi skyrt rétt frá.

Út af þáltill. þeirri, sem hér liggur fyrir, vil ég að endingu segja það, að það má kannske segja, að fyrri hluti till. sé nú orðinn óþarfur, þar sem hæstv. dómsmrh. hefir nú lýst yfir, að varalögreglan verði lögti niður um næstu áramót. En hinsvegar sé ég ekki, að það sé nein góðgá að samþ. fyrri hl. þrátt fyrir það. Það er þó aldrei annað en staðfesting þingsins á því, sem ráðh. leggur til, að gert verði.

En að því er snertir seinni hl. þáltill., um að stj. er falið að stofna hvergi til varalögreglu í kaupstöðum landsins, þá tel ég það orðalag mjög hæpið, að brjóti ekki í bág við lögin frá 1933 um lögreglumenn. En á þskj. 231 er komin fram vatill., sem bætist aftan við þáltill., svo ef hún yrði samp., mundi niðurlagið hljóða þannig, með leyfi hæstv. forseta: „— og stofna hvergi til varalögreglu í kaupstöðum landsins eins og nú standa sakir, og aldrei nema áður sé fyrirskipuð og fullnægt hámarksfjölgun lögregluþjóna samkv. 1. gr. laga um lögreglumenn frá 1933“. Í raun og veru mætti segja, að það væri ekki mikil ástæða til þess að samþ. þessa þáltill., vegna þess að lögin kvæðu nógu skýrt á um þetta, en tilefnið virðist hafa komið fram, ekki hvað sízt við umr. nú.

Ég geri fyllilega ráð fyrir, að engin ástæða sé til þess að væna hæstv. nuv. dómsmrh., sem hefir verið riðinn við samþykkt þessara laga, um að hann myndi ekki framkvæma þetta nema fullnægt sé þeim skilyrðum, sem tilskilið er í lögunum. En það er vitanlegt, að núv. borgarstjóri í Rvík lítur svo á, að ekki þurfi að fullnægja skilyrðum 1. gr. laganna, til þess að stj. sé heimilt að setja á stofn varalögreglu samkv. 6. gr. sömu laga. En þar sem þessi skilningur á lögunum hefir komið fram, þá virðist mér liggja beint við, að hæstv. Alþ. taki afstöðu til málsins og samþ. þessa þáltill. Með því er hæstv. Alþ., sem er næsta þing eftir að þessi lög voru samþ., búið að taka af skarið um þennan misskilning, sem komið hefir fram undir þessum umr. og ekki er á neinum rökum byggður. Ég mun því greiða atkv. með þessari þáltill., ef vatill. verður samþ. Ég sé ekki, að fyrri hl. till. geti gert málið að neinu leyti flóknara, þó að það megi segja, að hann sé orðinn óþarfur. En það er ekki á nokkurn hátt tortrygging á ummælum hæstv. dómsmrh., sem hann hefir látið falla, um að varalögreglan yrði lögð niður um næstu áramót, en hún er að mínu áiti réttmæt árétting.

Hv. flm. brtt. á þskj. 231 hefir ekki getað mætt á fundi í kvöld vegna lasleika, en ég hygg, að till. sé svo ljós, að ekki sé þörf á að skýra hana frekar, enda var hann búinn að því við umr. á síðasta fundi.