04.12.1933
Sameinað þing: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í D-deild Alþingistíðinda. (1428)

57. mál, varalögregla

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil vísa hv. þm. Seyðf. með þessa fyrirspurn sína til hæstv. forseta Sp., sem hefir gefið konungi allar leiðbeiningar í þessum efnum og vafalsust mun fús til að gefa þessum flokksmanni sínum allar þær upplýsingar, sem hann vantar. Að hér sé konungsstj. í landinu, eins og hv. þm. Seyðf. kallar, sem er náttúrlega gott og fagurt nafn, er að vísu rétt, en þó er það svo, að stj. situr ekki nema meðan þingið vill. Hv. þm. er þannig í lofa lagið að vinna að því, að stj. fari frá og önnur ný komi í staðinn. Takist honum það ekki, er það hinsvegar sönnun þess, að það er vilji meiri hl. Alþingis, að stj. sitji, svo að stj. raunverulega er þingræðisstj., enda pbtt hún formlega séð ef til vill geti talizt konungsstj., eins og hv.þm. kallaði það.

Úr því að ég stóð upp á annað borð, vil ég gefa leiðréttingu á því, sem hér hefir verið sagt um afskipti ríkisstj. af atvinnubótavinnunni hér í Reykjavík í fyrra. Það hefir verið sagt hér, að stj. hafi neitað bænum um ríkisframlagið til atvinnubótavinnunnar þangað til eftir uppþotið 9. nóv., en þetta er ekki rétt. Þessu sama hefir einnig verið haldið fram í sumum blöðum bæjarins. Það er að vísu rétt, að ýmsar n. verkamanna komu á fund stj. út af þessum málum, og stj. neyddist til að gefa þeim öllum sama svarið, að stj. gæti ekkert aðhafzt í þessum efnum fyrr en meiri hl. bæjarstj. hefði gert einhverjar ályktanir í þá átt. Þetta svar hefir stj. orðið að gefa öllum, sem til hennar hafa snúið sér um þessi mál, og ástæðan er sú, að Alþingi hefir lagt svo fyrir, að frumkvæðið að allri atvinnubótavinnu skuli vera hjá bæjunum sjálfum og kaupstöðunum, enda eiga þeir að bera 2/3 kostnaðarins við vinnuna, á móti 1/3 framlagi úr ríkissjóði. Stj. hefir því gefið öllum þessi svör, að framlag ríkissjóðsins væri undir því komið, að meiri hl. bæjarstj. bæri fram ákveðnar óskir í þeim efnum. Og að kvöldi hins 9. nóv. komu einmitt menn á fund ríkisstj. í þessum erindum, og stj. var kunnugt nm, að bak við þær óskir, sem þeir baru fram, stoð meiri hl. bæjarstj. (JakM: Þetta er algerlega rangt skýrt frá). Ég mætti ef til vill vita bezt um það, hverjir töluðu við stj. um þessi mál. Um kvöldið hins 9. nóv. komu þeir á fund stj. út af þessum málum hv. 2. þm. Reykv. og hv. 4. þm. Reykv., sem kom einmitt mjög vel fram þennan dag, eins og raunar jafnan ella. Stj. var kunnugt um það, að bak við þessa menn stóðu jafnaðarmenn og framsóknarmenn í bæjarstj., sem ráða þar saman yfir sjö atkv., auk þessa eina sjálfst.manns í bæjarstj., þar sem hv. 4. þm. Reykv. var. Hvað flokkur hans kynni að vilja í þessum malum, hafði þannig engin áhrif á það, hvað meiri hl. bæjarstj. vildi í þeim, þar sem meiri hl. bæjarstj. var tryggður með atkv. hans sjálfs um þær óskir, sem hann og hv. 2. þm. Reykv. báru fram. Þegar meiri hl. bæjarstj. bar þannig fram óskir um styrk og aðstoð við lántöku vegna væntanlegrar atvinnubótavinnu, svaraði stj. því auðvitað svo, að hún mundi gera allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að greiða fram úr þessnm málum og reyna svo að forða frekari vandræðum. Það er áreiðanlegt, að það var gott verk, sem hv. 4. þm. Reykv. vann þarna, að ganga svo í þessi mál, og verður honum jafnan til heiðurs. — Stj. hefir að vísu jafnan látið það í ljós, að hún ætlaðist til, að atvinnubótavinnan væri ekki launuð jafnvel og önnur vinna, heldur annaðhvort með lægra kaupi og jafnlöngum vinnutíma, eða þá með jafnháu kaupi, en styttri vinnutíma. Það ráð hafði stj. hinsvegar engum gefið, að nota hvoratveggja aðferðina.

Ég hefi þá skýrt frá afskiptum stj. af þessum málum, og geta meðráðh. mínir staðfest það, sem ég nú hefi sagt.