08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í D-deild Alþingistíðinda. (1479)

84. mál, áfengismálið

Ingvar Pálmason:

Ég vil biðja hæstv. forseta að athuga, hvort Alþ. sé nú ályktunarfært. Ég tel til lítils að halda umr. áfram, ef meiri hl. hv. þm. er fjarverandi. A. m. k. hafði ég hugsað mér að tala fyrir hv. þm., en ekki stólum þeirra. Fáist ekki helmingur þm. til að sitja á fundi, þá fer ég fram á það, að fundinum verði nú frestað.