08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í D-deild Alþingistíðinda. (1486)

84. mál, áfengismálið

Jóhann Jósefsson:

ég vil ítreka, að till. er orðuð fortakslaust, eins og hæstv. forseti sagði. Það er nú á valdi hæstv. forseta, hvort mönnum tekst að tefja málið, sem fyrir liggur, með málþófi, hvort Alþingi verði gefinn kostur á því að segja já eða nei við því, hvort virða eigi vilja þjóðarinnar að vettugi. En ef hæstv. forseti vill beita valdi sínu til þess að tefja málið, svo að það komi ekki til atkv. á þessu þingi, þá hann um ráð.