08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í D-deild Alþingistíðinda. (1508)

84. mál, áfengismálið

Vilmundur Jónsson:

Ég vildi vekja athygli hæstv. forseta á því, að þegar þessari brtt. svokallaðri var lýst áðan, þá var ekkert samband milli hennar og minnar till. Nú lýsir hv. flm. yfir því, að hann hafi gert á henni breytingu, sem ekki er hægt að gera, nema þá að flytja brtt. við brtt. Verði sú síðarnefnda ekki samþ., þá er ekkert samræmi milli hinnar till., eins og hún var flutt, og minnar till. Þær byggja á gerólíkum forsendum um það að vísa málinu frá. Og þess vegna held ég fast við það, að skoða till. hv. l. þm. Reykv. sem sjálfstæða dagskrártill., og mótmæli því, að hæstv. forseti taki gilda breytingu á þeirri till. hans, sem fram er komin og búið er að lýsa, nema hún verði skoðuð sem brtt. við hina upphaflegu till. hans.