04.12.1933
Efri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 186 í D-deild Alþingistíðinda. (1513)

76. mál, blindir menn og afnot af útvarpi

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég hefi ekki hlustað á þessar umr., en ég hjó eftir því, sem hv. frsm. sagði, að ekki væri ætlazt til, að þetta yrði greitt úr ríkissjóði. Er það ekki rétt? (JónasJ: Jú). Þá sé ég ekki, að brtt. sé önnur en sú, að þetta framlag sé bundið við ákveðna upphæð, og er að ýmsu leyti þægilegra í framkvæmdinni, að svo sé. Ég mæli með brtt., enda kemur hún nákvæmlega heim við þær till., sem ég hafði þegar gert í samráði við tvo starfsmenn útvarpsins.