08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í D-deild Alþingistíðinda. (1516)

84. mál, áfengismálið

Vilmundur Jónsson:

Þetta er hrein illkvittni hjá hv. 1. þm. Reykv. Hann veit vel, að það var annar forseti í stólnum þegar hann bar fram dagskrártill. Síðan laumast hann til og gerir á henni breytingu. Má vel ætla, að sá forseti, sem nú situr í stólnum, hafi ekki áttað sig á, hvernig þetta atvikaðist.

Hinsvegar mótmæli ég því, sem mér láðist áðan, að það sé þingvenja, að menn megi ganga að vild sinni í till. sínar eftir að búið er að lýsa þeim og geri á þeim breytingar. Þetta er engin þingvenja og hin mesta firra.