18.11.1933
Efri deild: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í D-deild Alþingistíðinda. (1540)

35. mál, sundhöll í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Við síðustu umr. gat ég þess, að stj. væri því hlynnt, að endurnýjuð yrði 100 þús. kr. fjárveiting til sundhallarinnar í Rvík. Ég gat þess þá, að náttúrlega væru erfiðleikar á því fyrir ríkissjóð og ekki fyrirsjáanlegt nú, hvort hægt væri að nota þá heimild. En núv. stj. hefir fullan hug á að nota heimildina, og muni vitanlega áður en til framkvæmda kæmi veita borgarstjóranum í Rvík úrslitasvör í því efni. Hér er um töluverða fjárhæð að ræða, og liggja sérstakar ástæður til, að stj. telur sig knúða til þess að standa ekki á móti endurveitingu á hinni upphaflegu fjárhæð. En þegar um það er að ræða að breyta hinum gömlu skilyrðum og hækka fjárveitinguna upp í 200 þús. kr., þá verður stj. vitanlega að mælast eindregið til, að allar slíkar ákvarðanir bíði næsta þings, því ákvörðun um 200 þús. kr. ný útgjöld heimta nýja tekjustofna. Það verður að breyta þeim gamla vana að mæla fyrir um hin og þessi útgjöld, an þess að seð sé fyrir tekjum um leið. Tekjuöflunin hefir verið erfitt viðfangsefni á undanförnum þingum, vegna þess að fjarmál ríkisins hafa blandazt svo mjög saman við önnur viðfangsefni. En þegar þessháttar þvergirðing stendur ekki lengur í veginum, má þingið ekki stofna til nýrra útgjalda an þess að skapa nýjar tekjur um leið. Brtt. n. að því er snertir hækkun tillags úr ríkissjóði á því að bíða næsta þings, en ekki að koma fram núna.