06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í D-deild Alþingistíðinda. (1561)

35. mál, sundhöll í Reykjavík

Frsm. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég tel alveg óþarft að fara að stofna til deilu út af fyrri sögu þessa máls. Ég hygg, að þær aths., sem fram hafa komið, stafi af ókunnugleika, og tel ekki rétt að fara inn á það svið. Það, sem liggur fyrir nú, er það, eins og vitað er, að búið er að verja 1/4 millj. kr. í þetta fyrirtæki, og ho er það ekki nothæft ennþá. Spurningin er því um það, hvort Alþ. vilji nú stíga nauðsynlegt spor til þess að gera sundhöllina nothæfa. Vill þingið, án þess að fara til í smásmugulegar þráttanir um, hvort bærinn eigi að gera þetta eða ríkið eigi að gera það, setja höggið á hnútinn, með því að samþ. till. eins og hún nú liggur fyrir?

Ég álít, að eins og sakir standa sé það aðalatriðið, að sporið sé stigið á þennan hatt, en ekki haldið áfram þeirri togstreitu, sem verið hefir um þetta mál. Ég tel, að með því að samþ. till. nú sé vissa fengin fyrir því, að unnið verði að því með hæfilegum hraða að ljúka verkinu, svo að bæjarbúar geti sem fyrst notið þess gagns, sem tvímælalaust mun leiða af framkvæmd þessa verks.