05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í D-deild Alþingistíðinda. (1597)

58. mál, launakjör

Pétur Ottesen:

Ég heyrði ekki ræðu hv. frsm., en mér skilst af nál., að n. telji miklu réttara að samþ. till., og ekkert síður fyrir undirtektir hæstv. fjmrh., — að hann hefir lýst yfir, að hann muni ekki framkvæma það, sem í till. felst. Tilgangur hv. frsm. og n. getur því úr þessu ekki verið annar en sá, að láta þingið gera sjálfstæða ályktun um þetta mál, og stj. geri síðan upp við sig, hvers hún metur vilja Alþingis í þessu efni. Enda skilst mér, eins og málið horfir við, þá verði slíkt að koma fram.