30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í D-deild Alþingistíðinda. (1610)

48. mál, samvinnufélagið

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Sjútvn. hefir gefið álit um þetta mál á þskj. 205 og einróma lagt til, að till. verði samþ. með þeirri breyt., er þar segir. Þar þar aðallega haft til fyrirmyndar það form, sem verið hefir á slíkum ábyrgðum, sem áður hafa verið veittar til annara staða, t. d. til Eskifjarðar síðast. Einn nm. skrifaði undir nál. með fyrirvara, og mun hann sjálfsagt gera grein fyrir því.

N. er ljóst, að Borgarnes hefir hingað til ekki verið útgerðarstaður. Hinsvegar er þar ótrúlega margt fólk, samanborið við lífsbjargarmöguleikana, eða um 500 manns. N. hefir fengið upplýsingar um það, er ræktun og annað snertir viðkomandi lífsbjargarmöguleikum þar. Ferðamannastraumur um staðinn hefir veitt Borgnesingum talsverða atvinnu. En n. hefir verið tjáð það af kunnugum mönnum, að samt liggi ekki annað fyrir þorpinu en atvinnuleysi, ef ekki verður að gert. Það er því alls ekki hægt að lá Borgnesingum það, þó að heim hafi komið í hug að auka atvinnu sína með því að eignast fiskiskip.

Vart getur þarna komið til greina bátaútgerð, og varla önnur útgerð en með gufuskipum, sem ekki eru stærri en það, að þau geti lagzt að bryggjunni, sem nú er í Borgarnesi.

Frá mönnum, sem gott vit hafa á skipum, lágu fyrir n. upplýsingar um, að þetta skip, sem hér er um að ræða, væri prýðilegt í alla staði og þannig útbúið, að mjög líklegt má telja, að það geti gefið þarna sæmilegan arð. Þegar um svona prýðilegt skip er að ræða, þá liggur það í augum uppi, að félagið getur átt völ á agaetum skipstjóra. Fyrirkomulag þessa félagsskapar er þannig, að ekki er hugsanlegt, að vandræði vegna kaupdeilna verkafólks í landi geti orðið félagsskapnum farartálmi. Að öllu þessu athuguðu fannst n. því ekki rétt að leggjast á móti því, að þessi tilraun gæti átt sér stað, og n. telur nauðsyn á því að hlaupa undir bagga með Borgnesingum í þessari viðleitni þeirra í að hjálpa sér sjálfir á þennan hátt. Tel ég víst, að hv. d. muni geta fallizt á þessa málaleitun þeirra og samþ. till.