08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í D-deild Alþingistíðinda. (1671)

82. mál, verðuppbót á útflutt kjöt

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Það gat ekki leikið á tveim tungum meðal þeirra, sem þekktu ástand landbúnaðarins og söluhorfur á landbúnaðarafurðum á síðasta þingi, að full þörf var á að veita heimild til þess að greiða verðuppbót á útflutt kjöt, ef verðið yrði jafnlágt og þá voru horfur á. Sem betur fór, rættist betur úr þessu en menn hefðu gert sér vonir um, og síðasti farmurinn af freðkjöti, sem fluttur var út síðastl. vetur. seldist við hærra verið en áður. Heildarútkoman af sölu síðasta árs varð sú, að freðkjöt seldist fyrir 50 au. kg., en saltkjöt þetta frá 40 au. upp í 48–50 au., og varð það skárra verð en við var búizt á tímabili. Og nú er þau gleðitíðindi að segja, að verðið á freðkjötinu hefir hækkað töluvert frá því, sem var síðastl. ár. Mun mega vera ráð fyrir því með nokkurn veginn vissu, að freðkjötið, sem selt er til Englands, muni nú seljast fyrir 80 au. kg., en hinsvegar er rétt að geta þess, sem hv. frsm. drap á, að enn er ekki selt nema um helmingur af freðkjötinu. en þótt gert sé ráð fyrir allt að 20% verðlækkun á því óselda, mun mega telja víst, að bændur fái á. m. k. 72 au. fyrir kg. Dreg ég það í efa, að þessi heimild í fjárl., sem samþ. var af þinginu í fyrra, hefði náð fram að ganga, a. m. k. að því er freðkjötið snertir. ef menn hefðu vitað þessi tíðindi fyrir. Hinsvegar er mikill verðmunur á útfluttu saltkjöti og freðkjötinu. Mun vart mega vænta hærra verðs en 60 au. fyrir kg. af fyrsta flokks dilkakjöti, sem nefnt er I.A, en þess verðs mun þó a. m. k. mega vænta um allt það kjöt, sem Sambandið sér um sölu á. Þess er og að gæta, að saltkjötið, sem selt er til Noregs, er yfirleitt lakara en það kjöt, sem selt er til Englands og á markaðinum hér innanlands. Úr beztu sauðfjárhéruðum landsins, Dalasýslu. Strandasýslu og Norður-Múlasýslu, hefjr kjötið aðallega verið selt á innanlandsmarkaðinum, og geri ég ráð fyrir, að verðið muni verða 70–75 au., og er það nokkur hækkun frá því, sem var í fyrra, og mun sú verðhækkun að einhverju leyti koma til uppbótar á saltkjötið, sem selt er til Noregs. En þótt söluhorfurnar hafi þannig batnað verulega frá því í fyrra, er þó svo mikill verðmunur annarsvegar á hinu innflutta saltkjöti og hinsvegar á freðkjötinu og spaðsaltaða kjötinu, sem selt er hér innanlands, að stj. mun taka það til athugunar, hvort ekki sé nauðsynlegt að bæta þennan mikla mun að einhverju leyti upp með verðuppbót úr ríkissjóði, ef fjárhagur ríkisins leyfir. Vildi ég einmitt mega beina því til hv. frsm. Í þessu sambandi, að hann skýrði það nánar, hvað fyrir n. vakir með orðalagi till., „eftir því, sem þörf krefur“. Hvort n. á við það, að stj. noti heimildina til að greiða verðuppbót á freðkjötið jafnframt, eða hvort n. á eingöngu við saltkjötið, sem selt er til Noregs, ef verðið fer ekki yfir það, sem ég gat um 60 au. fyrir fyrsta flokks kjöt. Ég vænti, að hv. frsm. skýri þetta nánar. Ég fyrir mitt leyti tel, að þarna verði að gera á mikinn mun, því að auk verðmismunarins kemur hér einnig til greina, að þau héruð, sem aðstöðu hafa til þess að flytja út frosna kjötið, hafa fengið sérstakan styrk til hagsbóta fyrir freðkjötsframleiðsluna, þar sem er styrkurinn til frystihúsanna, sem samtals mun nema fullum 400 þús. kr. Verð ég að telja frystihúsastyrkinn verulega hjálp fyrir hlutaðeigandi héruð, sem þannig standa betur að vígi um að hagnýta sér markaðinn, og má telja það verulega verðuppbót á það kjöt, sem framleitt er fyrir enskan markað, ekki aðeins í ár, heldur einnig í framtíðinni.

Ég óska, að n. skýri ljósar, hvað hún á við með till., og sérstaklega, að hún taki það nánar fram, hvort hún á við saltkjötið eingöngu eða við útflutta kjötið yfirleitt.