08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í D-deild Alþingistíðinda. (1689)

69. mál, landhelgisgæsla

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

En mun láta mig litlu skipta hótanir hv. þm. Það er rangt hjá honum, að ég hafi tekið illa í þetta mál. Ég hefi aðeins viljað benda honum á, að hann hefir sjálfur átt þátt í að skammta það fé, sem nota átti til landhelgisgæzlunnar, og hann getur sjálfum sér um kennt, af honum þykir það of lítið, því hann flutti enga brtt. um að hækka það. Ætli hann sér að fara að predika hér, að stj. eigi að brjóta fjárl. vitandi vits, þá neita ég því algerlega og segi honum, að slíkt geri ég ekki, nema ég sé neyddur til. Ég kippi mér ekki upp við reiging hv. þm., en segi honum hispurslaust, að það er ósvífni af hans hálfu að heimta nú, eftir að fyrir löngu er búið að semja og samþ. fjárl., miklu meira fé til landhelgisgæzlunnar en hann sjálfur gerði sig ánægðan með í fyrra, er fjárl. voru sett.

Ég veit ekki, af hverju hv. þm. var að tala um, að ég gæti sloppið nú. Ekki er það mér að kenna, að þessi till. kemur ekki til umr. fyrr en nú; hv. þm. hefði getað komið fram með hana í þingbyrjun. (IP: Það var ekki langt liðið á þingtímann). Hv. þm. getur þá beint skeytum sínum til hæstv. forseta, fyrir að till. hefir ekki komið fyrr til umr. Ég á þar engan hlut að máli. Sem sagt vil ég halda mér innan ramma fjárl. í þessu efni, en gera hinsvegar allt, sem ég get, til þess að landhelgisgæzlan sé sem bezt og sem jafnast skipt milli landshluta notunum af þeirri fjárveitingu, sem fyrir hendi er.