06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í D-deild Alþingistíðinda. (1726)

85. mál, samvinnufélag Flateyjar

Frsm. (Bergur Jónsson) [óyfirl.]:

Sjútvn. hefir athugað þetta mál og leggur einróma til, að till. verði samþ. Einn nm. var fjarstaddur, en hann mun ekki vera því mótfallinn.

Ástæðan til þess, að n. gengur inn á að mæla með þessari till., er sú, að hér er fyrst og fremst um mjög smávægilega ábyrgð að ræða, og í öðru lagi er uppljóst, að þetta félag hefir ekki fengið neina ábyrgð fyrir stofnkostnaði, svo ekki er óeðlilegst, að því sé hjálpað til að fá dálítið rekstrarlán.