16.11.1933
Sameinað þing: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í D-deild Alþingistíðinda. (1811)

34. mál, vantraust á dómsmálaráðherra

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég mun alltaf vera viðbúin að taka á móti vantrausti frá hv. 2. þm. Reykv. og flokki hans. — Annars er það opinbert leyndarmál í þinginu, að hv. 2. þm. Reykv. hefir haft þessa vantrauststillögu á mig, sem hann talaði um, að samþykkt hefði verið að bera fram á flokksfundi Alþfl. í vikunni, til sýnis á borðinu hjá sér hér í deildinni frá því á fyrstu dögum þingsins. Hv. 2. þm. Reykv. getur því ekki borið við ljósleysi því, sem var á mánudaginn, því að till. var tilbúin löngu fyrr, en annars viðurkenni ég, að ljósleysi hentar bezt myrkraverkum hans. Ósatt ætti hann þó ekki að þurfa að segja. Yfirleitt er öll framkoma jafnaðarmanna í þessu máli skrípaleikur frá upphafi til enda.