08.12.1933
Neðri deild: 32. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 280 í D-deild Alþingistíðinda. (1822)

102. mál, samgöngur við Austfirði

Thor Thors:

Hv. hm. Seyðf. má ekki bregðast reiður við, þó að ég beri á hann alvöruleysi í sambandi við þetta mál. Till. er ekki borin fram fyrr en það er orðið mjög vafasamt, að hún nái fram að ganga. Ef austanþm. hefði verið einhver alvara með hana, hefðu þeir auðvitað borið hana fyrr fram. Hv. þm. talaði um það, að greiða þyrfti fyrir atvinnuvegunum á Austurlandi með því að fjölga ferðum hangað. Mig minnir, að á síðastl. ári hafi Eimskipafél. ætlað að fjölga ferðum til Austfjarða, en orðið að hætta því, vegna þess að enginn flutningur væri fyrir hendi. Það er rétt, að Eimskipafél. fær styrk frá ríkissjóði, en sá styrkur nægir ekki til þess að vega upp á móti kostnaðinum, sem félagið hefir af strandferðunum. Og ég tel ekki, að vegna þess styrks sé hægt að leggja endalausar kvaðir á félagið. Mér þætti ekki órúlegt, ef kvaðirnar kostuðu félagið meiri útgjöld en styrknum nemur, að félagið afþakkaði styrkinn, til þess að geta stjórnað málum sínum an íhlutunar Alþ. Ég gæti alveg á sama hátt og hv. þm. Seyðf. borið fram till. þess efnis, að Eimskipafél. fjölgaði ferðum til Vesturlandsins. Það eru allmiklar kvartanir um það í kjördæmi mínu, að skip Eimskipafel. komi of sjaldan þangað. En ég hefi ekki borið slíka till. fram, af því að mér er ljóst, að hagnaður Eimskipafél. af ríkisstyrknum er ekki svo mikill, að Alþ. megi hans vegna leggja ótakmarkaðar kvaðir á félagið. Hæstv. dómsmrh. taldi sig fylgjandi till., af því, að mér skildist, að svo margir þm. bera hana fram. Það einkennir yfirleitt þessa stj., að hún vill eiga vingott við sem flesta þm. Ég vil ekki fara svo af þessu þingi, að ég fái ekki átalið þennan samkomulagshug hæstv. stj. Jafnframt vil ég lýsa því yfir, að ég afneita fyrir mína hönd allri ábyrgð af stj. þeirri, er nú situr.