08.12.1933
Neðri deild: 32. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í D-deild Alþingistíðinda. (1826)

102. mál, samgöngur við Austfirði

Thor Thors:

Ég get vel tekið undir það, að hvað formið snertir, þá væri rétt að vísa þessari till. til stj. En þar sem ég ber mjög takmarkað traust til núv. stj., get ég ekki fallizt á þá uppástungu. Það má vel vera, að hv. þm. Seyðf. hafi rétt fyrir sér í því, að ferðirnar, sem ég gat um, hafi ekki verið áætlunarferðir, en þar sem búið var að semja um þær við stj. og Austfjarðaþm., þá skiptir það minnstu máli. Hitt er aðalatriðið, að það varð að hætta við þessar ferðir sökum þess, að í tveimur tilfellum a. m. k. var enginn flutningur fyrir hendi. Ég vil að lokum endurtaka ávítur mínar um flausturslegan flutning þessa mál og ósk mína um, að till. verði vísað til samgmn. og umr frestað.