05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í D-deild Alþingistíðinda. (1840)

64. mál, milliþinganefnd um launamál, starfsmannafækkun o.fl.

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hefi í sambandi við aðrar till., er fram hafa verið bornar, vitnað til þessarar till. um skipun n. til að athuga kjör starfsmanna ríkisins og rekstur ýmsra stofnana í sparnaðar- og samræmingarskyni.

Ég legg þann skilning í þessa till., að ekki eigi að rannsaka, hvernig hægt sé að þjarma sem mest að starfsmönnum ríkisins, heldur eigi að rannsaka hitt fyrst og fremst og gera tillögur um, hvernig eigi að haga störfum svo, að ríkið fái sem mest starf og bezt fyrir launagreiðslur. En það fær áreiðanlega ekki mest í aðra hönd með því að gera mönnum ólíft í þjónustu sinni eða mismuna starfsmönnum stórlega. Þennan skilning legg ég í till., og mæli ég með því, að hún verði samþ. í þessum skilningi.