09.11.1933
Efri deild: 5. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í D-deild Alþingistíðinda. (1899)

8. mál, stjórnarskrárnefnd

Flm. (Jón Þorláksson):

Till. þessi er flutt til þess að gera tilraun til að flýta fyrir störfum þingsins, með því að gera það mögulegt að vinna að stjskrfrv. og kosningalagafrv. hér í d. á meðan þau frv. eru enn til meðferðar í Nd., svo að það geti tekið styttri tíma að afgr. frv. hér í deildinni eftir að þau eru komin til okkar.