27.11.1933
Efri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í D-deild Alþingistíðinda. (1912)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Jónas Jónsson:

Ég vil ekki mæla á móti þessari till. hv. flm., en ég hefi hugsað mér, ef hún fer til n., að bera fram brtt. við hana. Það er rétt, að leikfélögin eiga nú við örðug kjör að búa, og forstjórn hjá þeim ekki alltaf eins góð og átt hefði að vera. Hér í Rvík var leikfélagið mjög illa statt, en þá fól það Haraldi Björnssyni forstöðu félagsins, og á þessum þremur árum tókst honum að minnka skuldir félagsins úr 20 þús. niður í 10 þús. En þá er gerður samblástur á móti þessum lærðasta leikara og duglegasta manni félagsins og hann ekki lengur látinn hafa forstöðu félagsins, heldur aðrir menn, sem ekki er vitað, að sé neitt öðrum fremur treystandi til að fara með þessi mál. Ég hefi því hugsað mér, að ef þessi till. yrði samþ., þá væri Haraldi Björnssyni falin endurskoðun á fjárhag þessara félaga, og þá fyrst og fremst hjá Leikfélagi Rvíkur, því að Haraldur er sá maður, sem hefir til að bera mikla þekkingu í leikmenntun og hefir þar að auki synt, að hann kann vel að fara með fjárstjórn félagsins.

Með því að ég lít svo á, að hér á landi eigi um langan tíma að vera leikflokkur eins og sá, sem nú starfar, en ekki leikarar, sem séu launaðir af því opinbera, þá er frá mínu sjónarmiði nauðsynlegt, að Leikfélagi Rvíkur, sem á að fá aðgang að hinu nýja leikhúsi, verði stjórnað vel í öllum þess fjármálum. Ég þykist vita, að hv. flm. hafi ekki á móti því, að svona sjálfsögð brtt. verði samþ. sé ég svo ekki ástæðu til að ræða málið frekar, nema sér stakt tilefni gefist til.