05.12.1933
Efri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í D-deild Alþingistíðinda. (1923)

56. mál, endurgreiðsla á skemmtanaskatti

Frsm. (Jón Þorláksson):

Ég vil aðeins segja það út af till. hv. 4. landsk., fyrst og fremst fyrir mig og ég held fyrir hönd meiri hl. n., að ég álít fjarstæðu, að þingið fari að blanda sér inn í það, sem kalla mætti persónuleg ágreiningsmál innan leikfélagsins, með því að binda gerðir sínar við nöfn einstakra manna. Ég játa það, að leikfélaginu í Rvík, eins og öðrum leikfélögum, hefir mistekizt um eitt og annað, en reynslan er beztur prófsteinninn þar á. Og það er ekki hætt við öðru en að þetta fyrirtæki eins og önnur læri af reynslunni á hverjum tíma og lagfæri það, sem kann að hafa mistekizt, en það verður sennilega ekki til umbóta, þó með atkvgr. á þingi séu heimtuð einhver viss nöfn í eina eða aðra stöðu innan þessara fyrirtækja. Ég fyrir mitt leyti álít það hreina fjarstæðu að bera slíka till. fram á þingi.