15.11.1933
Neðri deild: 10. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í D-deild Alþingistíðinda. (1948)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Thor Thors:

Það er eðlilegt, að bannmálið hafi blandazt inn í þessar umr., en og vænti þess, að tækifæri gefist síðar á þinginu að ræða það mál og mun því ekki fara út í það að þessu sinni. Ég vildi hér aðeins gera grein fyrir atkv. mínu um þessa till. Ég mun greiða atkv. á móti henni, af því að ríkið hefir ekkert með lóðina og húsið að gera. Ég er sammála hv. þm. V.-Sk. um það, að reisa þurfi í framtíðinni nýtt þinghús, en ekki komi til mála að gera breytingar á þessu húsi. Þá verður það hús reist á öðrum stað, á annari lóð, enda á ríkið stærri og hentugri Ióðir annarsstaðar í bænum. Ég hefi heyrt því fleygt, að templurum hafi verið bannað að byggja á lóð sinni, vegna þess að það tæki af útsýn frá einni hlið hússins. Ég verð að segja það, að þau taka að stiga verðmætin á voru hrjóstruga og kalda landi, ef meta skal útsýn frá bakhlið þinghússins á 150 þús. krónur! Ég tel rétt og sjálfsagt að leyfa góðtemplurum að gera það við lóðina, sem þeir vilja.