02.12.1933
Efri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í B-deild Alþingistíðinda. (196)

2. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Jón Þorláksson):

Stjskrn. hefir borið þær brtt., sem samþ. voru við 2. umr., saman við frv. og hefir við þann samanburð fundið örfá atriði, sem hún álítur, að gera þurfi orðabreyt. um, og flytur hún um það till. á þskj. 260.

Fyrsta brtt., við 30. gr., er aðeins leiðrétting á prentvillu.

Önnur brtt., við 39. gr., er aðeins orðabreyt. um það, hvernig orðuð sé tilvísun í 30. gr.

Þriðja brtt. er við 76. gr. og er afleiðing af því, að það er ekki lengur fastákveðið í frv., að kjörfundir utan kaupstaða byrji kl. 12 á hádegi, því að þeir geta byrjað fyrr. Út af þessu er í brtt. sérstakt ákvæði um, að það skuli auglýst með 14 daga fyrirvara í sveitum, á þann hátt á hverjum stað, sem venja er að birta opinberar auglýsingar, en með þriggja daga fyrirvara í kaupstöðum, þegar auglýst er í blöðum.

Brtt. 4.a. er leiðrétting á tilvísun, samskonar eins og felst í 2. brtt.

Brtt. 4.b., við 128. gr., er borin fram sem afleiðing af þeirri brtt. hv. 2. þm. Árn., sem samþ. var hér við 2. umr., en felur jafnframt það í sér, að aðstaða frambjóðenda á lista í Rvík til þess að ná í uppbótarsæti rýrnar kannske fram yfir það, sem kann að þykja sanngjarnt. En n. vildi ekki gera málið flóknara en nauðsyn bar til. og gerir ráð fyrir, að þessi setning falli burt (sbr. þskj. 260).

Brtt. 4.c. á þskj. 260 hefi ég gert grein fyrir áður, því að hún er sama orðabreyt. og farið er fram á í stafl. a. —

Ég hefi svo ekki meira að segja um brtt. þessar. En til þess að spara mér að standa upp aftur, vil ég geta þess viðvíkjandi brtt. 261, um að hafa kjördag á laugardegi en ekki sunnudegi, að till. um slíkt var borin upp í n„ en hún náði ekki nægilegu fylgi til þess að geta komið til greina sem till. frá n. En nm. hafa um hana óbundin atkvæði.