28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í D-deild Alþingistíðinda. (1970)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Jakob Möller:

Það er varla hægt að ganga til atkv. um þessa rökst. dagskrá an þess að vita, hvað hæstv. stj. myndi gera, ef hún yrði samh., hvort hún myndi treysta sér að fara eftir henni. Annars er þetta blekking og svik. Ég verð því að óska þess, að hæstv. ríkisstj. gefi yfirlýsingu um þetta áður en gengið er til atkv. og hvort hún muni létta þeirri kvöð af lóðinni, sem á henni hvílir. Annars hefi ég mikla tilhneigingu til að greiða atkv. með þessari dagskrá, en án yfirlýsingarinnar verð ég hiklaust á móti henni.