06.12.1933
Efri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í D-deild Alþingistíðinda. (1997)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Jón Baldvinsson:

Ég vil benda á það, að með þessari dagskrártill. er þetta mál ekki afgreitt. Það er jafnmikil óvissa um það eftir sem áður, hvað um lóðina verður. Með þessari dagskrá á að vísa annari till. frá, — ég veit ekki, hvað hæstv. forseti segir, en til þess að það öðlist gildi, sem dagskráin fer fram á, verður það að vera samþ. í báðum deildum. Ég skal heldur ekki segja, hvernig templarar taka í þetta. (JónÞ: Þeir hafa áður farið fram á það, sem í till. felst). Já, en þá var því neitað, og málið fór fyrir dómstólana, þar sem templarar töpuðu því, svo að þó þessi dagskrártill. verði samþ., þá er hætt við, að ekkert verði úr málinu. Og þó að forseti Ed. geti samþ. að taka tillit til þessa, þá er forseti Nd. óbundinn, og eldri úrskurður forseta kemur í bága við þetta.

Mér sýnist, að þessi dagskrártill. hefði það eitt í för með sér að skjóta málinu á frest og mun því ekki greiða henni atkv.