06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

2. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (JörB):

Ég hefi enga tilhneigingu til að draga málið á langinn, en þar sem þetta er svo merkilegt mál og aðalmál þingsins, tel ég ekki rétt að flaustra því af á nokkrum mínútum. Ég fyrir mitt leyti hefi ekki haft tíma til að kynna mér þær brtt., sem fram eru komnar og nú var útbýtt á fundinum, og nú síðast var að koma fram skrifl. brtt. Ég held því, að heppilegast væri að veita nokkurn frest, svo n. gæti komið saman, og ég vona að það ætti ekki að verða til að tefja málið. Vildi ég gjarnan heyra álit nefndarhlutanna um þetta.