06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

2. mál, kosningar til Alþingis

Vilmundur Jónsson:

Ég hefi umboð frá meiri hl. stjskrn. til að óska þess, að atkvgr. verði frestað hæfilega lengi, vegna þess að einn nm. er veikur og má ekki fara út að kvöldlagi, en hefir hinsvegar læknisleyfi til að fara sem snöggvast út að degi til og gæti þá orðið viðstaddur atkvgr.