06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (238)

2. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (JörB):

Ég held nú ekki, að frekari umr. hafi mikið að þýða. (Dómsmrh.: Það held ég ekki heldur). Mér þykir leitt, hvað menn leggja mikið kapp á þetta, þar sem svo lítið ber á milli. Það hefir verið heimtaður af mér úrskurður um till„ sem ekki er neitt hégómamál, og mun ég því taka málið út af dagskrá og fresta umr. til morguns. (ÓTh: Heyr á endemi).