03.11.1933
Sameinað þing: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Rannsókn kjörbréfa

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Hv. þm. Seyðf. talaði um afstöðu mína til kosningakæranna frá Ísafirði 1924. Ég fæ ekki séð, að hún komi þessu máli neitt við. Hér er verið að deila um skilning á fyrirmælum laganna frá 1928. Það er því ekki hægt að ásaka mig fyrir það, þó að ég árið 1924 lifði ekki eftir lögum, sem sett voru 1928. Það, sem ég svo sérstaklega vil undirstrika í þessu máli, er það, að mér finnst það ekki koma til nokkurra mála, að það, sem látið er viðgangast óátalið í stærsta kjördæmi landsins, verði látið varða ógildingu á kosningunni í Hafnarfirði. Alþingi Íslendinga getur ekki verið þekkt fyrir slíkt réttlæti.