03.11.1933
Efri deild: 1. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (28)

Fyrsti fundur efrideildar

Að loknum 1. fundi í sameinuðu þingi var fyrsti fundur efri deildar settur. Deildina skipuðu þessir þingmenn, og voru þeir allir á fundi:

A. Landskjörnir:

1. Jón Þorláksson, 1. landsk. þm.

2. Jón Baldvinsson, 2. landsk. þm.

3. Jón Jónsson, 3. landsk. þm.

4. Jónas Jónsson, 4. landsk. þm.

5. Guðrún Lárusdóttir, 5. landsk. þm.

6. Kári Sigurjónsson, 6. landsk. þm.

B. Kjördæmakjörnir:

1. Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf.

2. Björn Kristjánsson, þm. N.-Þ.

3. Einar Árnason, þm. Eyf.

4. Eiríkur Einarsson, 2. þm. Árn.

5. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M.

6. Magnús Jónsson, 3. þm. Reykv.

7. Páll Hermannsson, 1. þm. N.-M.

8. Pétur Magnússon, 2. þm. Rang.

Elzti maður deildarinnar, Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M., tók forsæti til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar. Kvaddi hann sér til aðstoðar sem skrifara þá Jón Jónsson, 3. landsk. þm„ og Pétur Magnússon, 2. þm. Rang.