07.11.1933
Efri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

3. mál, þingsköp Alþingis

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þetta frv. er fram borið í þeim tilgangi að samræma þingsköp hinni breyttu stjórnarskrá. Stjórninni var ljóst, að frekari endurskoðun þyrfti á þingsköpum, en hefir þó ekki að sinni viljað gera till. um fleiri breyt. á þeim en nauðsyn er vegna stjskr.breytingarinnar. Legg ég til, að málinu verði vísað til allshn.umr. lokinni.

Ég vil þó, áður en ég lýk máli mínu, drepa á þrjú atriði til leiðbeiningar fyrir hv. nefnd.

Ætlazt er til þess, að fjárlög og fjáraukalög séu lögð fyrir Sþ., en í því sambandi er landsreikningsins ekki getið. En nú má líta á LR. sem hluta af fjárl., og væri því eðlilegt, að hann væri lagður fyrir Sþ. Vil ég biðja n. að athuga, hvernig hún lítur á þetta. Myndi sennilega nægja, að skoðun hennar kæmi fram í nál.

Þá skal bent á, að ósamræmi er milli 5. gr. þingskapanna og 143. gr. kosningalagafrv., sem liggur fyrir Nd., um það, hvenær kosningakærur skuli fram komnar. Þetta ósamræmi varð ekki athugað vegna þess, að frv. til kosningalaga var ekki tilbúið þegar þingskapafrv. var afgreitt. Vil ég skjóta því til n., að hún sjái um, að samræmi verði um afgreiðslu þessara frumvarpa.

Í 1. og 4. gr. þessa frv. er vitnað í stjórnarskrána frá 1933, en útlit er fyrir, að stjórnarskrárfrv. verði ekki staðfest fyrr en í marz 1934. Væri því sennilega bezt að fella tilvitnunina niður.