02.11.1933
Sameinað þing: 1. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

1. kjördeild:

BSt, BSn, BKr, EE, EystJ, GSv, GL, HStef, HJ, JakM, MG, ÓTh, PO, ÞorlJ.

2. kjördeild:

BJ, BÁ, GÍ, HG, IngB, IP, JJós, JBald, JónasJ, KS, MJ, PHerm, PHalld, TT.

3. kjördeild:

ÁÁ, EÁrna, FJ, HV, JónJ, JÓl, JP, JS, JónÞ, JörB, PM, TrÞ, VJ, ÞÞ.

Fyrir lá að rannsaka kjörbréf allra kjördæmakjörinna þingmanna og eins landskjörins varaþingmanns. Skiptu kjördeildir með sér kjörbréfum svo sem lög mæla fyrir. Hlaut 1. kjördeild því til rannsóknar kjörbréf þeirra þingmanna, sem í 3. kjördeild voru, 2. deild kjörbréf þingmanna í 1. deild og 3. deild kjörbréf þingmanna í 2. deild.

Varð nú hlé á fundinum, er kjördeildir gengu út úr þingsalnum til starfa sinna, en að rannsókn lokinni var fundinum fram haldið.