07.11.1933
Efri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

4. mál, samkomudag reglulegs Alþingis árið 1934

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þegar samkomulag varð um það milli þingflokkanna að kalla saman aukaþing, var það tilskilið, að reglulegu þingi yrði frestað fram yfir kosningar. En til þess þarf lagaheimild, að þing megi koma seinna saman á árinu en tilskilið er í stjskr., og því er þetta frv. fram komið.