07.11.1933
Efri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

5. mál, verðtollur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hér fylgjast að þrjú frv. frá fjármálaráðuneytinu um staðfestingu á bráðabirgðalögum. Tvenn af þessum bráðabirgðalögum eru formleiðréttingar til samræmingar við ótvíræðan þingvilja, en ein staðfesting á tollinnheimtureglum, sem fylgt hefir verið.

Þetta fyrsta frv. er til að taka af tvímæli um samband tveggja verðtollslaga frá síðasta þingi, svo ótvírætt sé, að eldri lögunum hafi ekki verið breytt með hinum nýrri lögum um verðtoll.