13.11.1933
Efri deild: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í B-deild Alþingistíðinda. (349)

6. mál, útflutningsgjald af síld o.fl

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég þakka nefndinni afgreiðslu málsins og get verið henni sammála um allt nema það, að óþarft hafi verið að gefa út bráðabirgðalögin. Má að vísu segja, að ekki orki tvímælis, hvað við var átt í lögunum. En það gat reynzt áhætta fyrir ríkissjóðinn að ætla að nota vöruheitið „saltsíld“ um alla útflutta síld. Því voru gefin út bráðabirgðalögin, þar sem formgallinn bættist við að auki. Nefndin hefir viðurkennt, að efnisákvæði laganna séu í fullu samræmi við þingvilja, og þarf því væntanlega ekki að óttast hættulegt fordæmi.