13.11.1933
Efri deild: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í B-deild Alþingistíðinda. (350)

6. mál, útflutningsgjald af síld o.fl

Frsm. (Jón Þorláksson):

Nefndin lítur svo á, að með orðinu „saltsíldartunnur“ hafi verið átt við alla saltaða síld, þótt hún væri verkuð með einhverjum afbrigðum. En ég vil minna á eitt atriði í sambandi við þetta frv., sem ekki átti að verða til eftirbreytni. Það hefir verið föst venja að láta bráðabirgðalög fylgja með grg. frv. sem fskj. Út af þessu hefir verið brugðið, og veldur það óþægindum. Nefndin vill, að haldið sé hinni gömlu, góðu reglu.