07.11.1933
Efri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

7. mál, tolllög

Jón Baldvinsson:

Það lítur út fyrir, að talsverð mistök hafi orðið á tekjufrv. í fyrra, þar sem stj. hefir gefið út þrenn bráðabirgðalög til að leiðrétta gerðir þingsins. Mér þykir mjög vafasamt, að hve miklu leyti stj. á að gera slíka hluti; sérstaklega þykir mér varhugavert, að stj. hefir ekki leitað einum lögum frá síðasta þingi staðfestingar, heldur búið sjálf til ný lög. Út af síðasta frv. vil ég aðeins spyrja hæstv. fjmrh., hve háar upphæðir ríkissjóður hafi orðið að greiða eftir dómnum.