07.11.1933
Efri deild: 3. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

7. mál, tolllög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það frv., sem hér liggur fyrir í breyttu formi, var flutt sem þmfrv. á síðasta þingi, og hefir það ekki verið lagt fyrir konung nema í formi þessara bráðabirgðalaga. En þessi bráðabirgðalög voru borin undir ýmsa hv. þm., og þá sérstaklega hv. flm. frv. á síðasta þingi, sem tjáðu sig samþykka því, að séð væri um fullkomna samræmingu á því við önnur lög. Það er því algerlega rangt hjá hv. 2. landsk., að hér sé um margskonar leiðréttingar að ræða á gerðum síðasta þings. Það er aðeins ónákvæmni í einni gr. um framlengingu á gildi laga um verðtoll. Og ef hv. þm. telur þessi lög í ósamræmi við vilja síðasta þings, þá verð ég að telja meiri ósamkvæmni í ræðum hans nú.