21.11.1933
Neðri deild: 15. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 364 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

9. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Frsm. (Thor Thors):

Allshn. hefir haft þetta frv. til athugunar. Hefir öll n. orðið sammála um að leggja til, að það næði fram að ganga. N. hefir borið fram tvær brtt. við frv., og er þar lagt til, að þegar þessi 1. hafi öðlazt gildi, skuli tafarlaust leiðrétta kjörskrár í öllum kaupstöðum landsins til samræmis við ákvæði þessara l.

Þá er og ætlazt til, að 3. gr. frv. falli niður, af þeim ástæðum, að allshn. ber fram þáltill. um, að öll þessi l. verði endurskoðuð og samræmd við l. um kosningar til Alþingis, eftir því sem æskilegt kann að þykja.

Ég mun, þegar þessi till. verður hér til umr., gera grein fyrir, hvað fyrir n. vakir með henni.