22.11.1933
Neðri deild: 16. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (439)

22. mál, lögreglustjóri í Bolungarvík

Thor Thor:

Út af orðum hv. þm. N.-Ísf. um það, að þessi rannsókn, sem ég talaði um í ræðu minni áðan, gæti orðið til þess, að fleiri kauptún krefðust þess að fá sérstakan lögreglustjóra, vil ég segja, að ríkisstj. getur framkvæmt þessa rannsókn á þann hátt, að engu kauptúni gefist af því tilefni til slíkrar kröfu. Ríkisstj. getur rannsakað íbúafjölda þorpanna og hversu oddvitastörf eru yfirgripsmikil á hverjum stað og hver eru launakjör oddvita, og einnig fengið úr því skorið, hvort ástæða er til að hafa sérstakan embættismann til að gegna þessum störfum. Mér er kunnugt um, að í einu kauptúni á Snæfellsnesi (Stykkishólmi) eru vandræði með þetta mál, þótt sýslumaður sé þar búsettur á staðnum, en oddvitastörfin eru þar svo yfirgripsmikil, að erfitt er að fá mann til að takast þau á hendur. — Brtt. n. tel ég réttmæta og mun greiða henni atkv., því að mér finnst ekki rétt, að menn séu sjálfkjörnir í hreppsn. Það getur verið brot á þeim lýðræðisreglum, sem gilda eiga um stjórn hreppsmála.