22.11.1933
Neðri deild: 16. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (440)

22. mál, lögreglustjóri í Bolungarvík

Vilmundur Jónsson:

Ég þarf ekki miklu að svara þessu, sem fram kom í ræðu hv. þm. Snæf. Ég vil einungis minna á, að slík rannsókn sem hann talaði um hefir margsinnis farið fram. Það er margkunnugt, hve fjölmenn þorp landsins eru, og þar af sést, að einungis tvö þeirra geta hér komið til greina: Bolungavík og Keflavík. Það er ekki rétt, að hér sé farið fram á að launa oddvitastörfin úr ríkissjóði, heldur hreppstjórastörfin. Ef vandræði eru með greiðslu fyrir oddvitastörfin í Stykkishólmi, verða íbúarnir að sjá fyrir því sjálfir. Til þess fá þeir aldrei fé úr ríkissjóði. Ég gruna hv. þm. Snæf. um, að hann leggi svo mikla áherzlu á að samþ. brtt. n. við frv., af því að hann veit, að atkv. eins dm. tapast frv., ef brtt. verður samþ.