08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (47)

Afgreiðsla þingmála

Jónas Jónsson:

Það er mjög ólíku saman að jafna störfum allshn. og þeirra hv. n., sem ég hefi spurt um afgreiðslu þessara tveggja mála. Þau hafa bæði verið stöðvuð í n., en við í allshn. höfum röggsamlega unnið að því máli, sem hv. 3. þm. Reykv. minntist á. Það hefir bara staðið á svörum þeirra manna, sem við leituðum álits hjá, og í gær, þegar ég skrifaði nál. mitt, var ég enn ekki búinn að fá eitt álitið, en hefi þó von um að fá það frá form. innflutnings- og gjaldeyrisn„ Svafari Guðmundssyni. Vænti ég þess, að geta fengið stuðning í því bréfi, og þegar við hv. 3. þm. Reykv. tölum síðar um þetta mál, hefi ég hugsað mér að lesa það upp honum til ánægju.

En það er misskilningur hjá hv. þm., að þetta mál hafi tafizt lengi. Það kom ekki á dagskrá fyrr en í gær, og þá óskaði ég eftir því, að því væri frestað um einn dag, af því að ég var ekki búinn að fá eitt fylgiskjal með nál. mínu, sem ég vonaðist eftir að geta fengið, en er ekki búinn að fá ennþá. Ég vænti því, að hv. 3. þm. Reykv. sjái, að það hefir verið haldið mjög röggsamlega á þessu máli af hálfu allshn.