16.11.1933
Efri deild: 11. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (499)

33. mál, Söfnunarsjóður Íslands

Ingvar Pálmason:

Ég get vottað það, að skýrsla hv. 1. landsk. um afstöðu og álit fjhn. á síðasta þingi gagnvart innlánsvöxtum í Söfnunarsjóði er rétt, en ég vil aðeins benda á það, að breyt. sú er þetta frv. fer fram á, er allt annað mál. Í frv. er verið að tala um lækkun dráttarvaxta Söfnunarsjóðs, sem eru ákveðnir með lögum. Hitt atriðið, almennir vextir sjóðsins, er þessu frv. óskylt, og létum við flm. það liggja milli hluta. Hinsvegar er það um dráttarvextina að segja, að þeir eru óhæfilega háir og ekki við unandi.

Ég get tekið undir það með aðalflm. frv., að rétt sé, að ákvæði frv. nái til Landsbankans, ef það er hægt, og væri rétt, að n. tæki það til athugunar.