04.12.1933
Efri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (526)

68. mál, gjaldþrotaskipti

Frsm. (Jónas Jónsson):

Allshn. hefir athugað þetta frv. og komizt að þeirri niðurstöðu, að heppilegt sé að hafa slíkt samkomulag milli skandinavísku landanna, og leiðir það af sjálfu sér, að þar sem náin viðskipti eiga sér stað milli þessara landa, þá sé nauðsynlegt að hafa gildandi slíka milliríkjasamninga um gjaldþrotaskipti.

N. leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.