08.12.1933
Sameinað þing: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

Afgreiðsla þingmála

Jakob Möller:

Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvort þessi krafa, sem hann áðan las upp, eigi ekki að sæta meðferð skv. 43. gr. þingskapanna, og ef svo er, hvort hún hafi þá ekki átt að vera fyrsta mál á dagskránni. Ég sé ekki annað en forseti sé skyldur að fara eftir þessari grein, og ef krafa slík er samþ., þá eigi málið að koma fyrir sem fyrsta mál á næsta fundi eftir það. En hæstv. forseti virðist hafa litið öðruvísi á, vegna þess að ekki er beint tekið fram, að hlutaðeigendur krefjist, að málið sé fyrsta mál á dagskránni. En þá mundi afarauðvelt að fara í kringum þingskapagreinina, ef ekki er fengin fullnægjandi skýring á henni, sem alltaf á við. Að öðru leyti læt ég nægja að benda á þetta, en þeir, sem hlut eiga hér að máli, geta tekið við.