10.11.1933
Efri deild: 6. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

10. mál, Kreppulánasjóður

Flm. (Jón Jónsson):

Stjórn Kreppulánasjóðsins hefir séð fram á, að ýmsir bændur, sem sækja um lán úr sjóðnum, hafa litlar aðrar tryggingar að bjóða en lausafé. Við það sér stjórnin heldur ekki neitt verulegt að athuga, enda er gert ráð fyrir því í reglugerð sjóðsins, og Alþingi hefir líka gengið inn á þetta fyrirkomulag í lögunum um bústofnslánadeild Búnaðarbankans. En nú stendur svo á, að lög um veð frá 1887, 11. gr., eru því til fyrirstöðu, að veðsetja megi safn af gripum. Þar er beinlínis svo fyrir mælt, að sundurliða beri þá gripi, sem veðsettir eru. En í Kreppulánasjóðslögunum þarf að vera heimilt að veðsetja heila flokka og jafnframt þann búpening, er menn síðar kunna að eignast við endurnýjun. Til þess að ráða bót á þessu flytjum við hv. 2. þm. Rang. frv. þetta, þar sem farið er fram á, að hið sama gildi um veðsetningu búfjár gagnvart Kreppulánasjóði og bústofnslánadeild Búnaðarbanka Íslands.

umr. þessari lokinni óska ég frv. vísað til 2. umr. og landbn.