08.12.1933
Sameinað þing: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (59)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JBald):

Hv. 1. þm. Reykv. skjöplast í því, að í þessari beiðni, sem ég las upp, sé vitnað til þingskapa, en það hefðu þessir hv. þm. gert, ef þeir hefðu viljað, að farið hefði verið að eins og hv. 1. þm. Reykv. vill. Þetta er því ekki krafa um að taka mál á dagskrá skv. 43. gr. þingskapa, svo sem hv. 1. þm. Reykv. hefir haldið fram, heldur tilmæli til forseta um að taka málið á dagskrá, sem hann hefir og gert. Annars kemur það fram í atkvgr. þeirri, sem ég nú læt fram fara samkv. ósk hæstv. forsrh., hvort þm. vilja halda störfum áfram og ljúka þá þessu máli ásamt öðrum þeim málum, sem fyrir liggja, og tel ég rétt, að nafnakall verði viðhaft.