05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

26. mál, verkamannabústaðir

Jakob Möller:

Ég býst við, að meiri hl. fjhn. líti svo á, að sú breyt., sem hv. Ed. gerði á frv. þessu, að færa það í það horf, sem það upphaflega var í, að fastákveða vextina, sé frekar til skemmda heldur en hitt. Hann telur heppilegra, að vextirnir séu ekki fastákveðnir, heldur sé nokkurt svigrúm til að breyta þeim eftir því, hver kjör eru á lánamarkaðinum á hverjum tíma. Hinsvegar sáum við ekki ástæðu til þess að bera fram brtt. um þetta nú, og leggjum því til, að frv. verði samþ. óbreytt.